Notkunarskilmálar

Um notkun

Orðrýnu er ætlað að vera skemmtilegur leikur fyrir alla aldurshópa. Því er mikilvægt að allir sýni samspilurum sínum virðingu í einu og öllu.
Rekstraraðila leiksins er heimilt að eyða út og breyta öllum innsendum upplýsingum, þ.m.t. notendum, án skýringa og fyrirvara.
Ekki er leyfilegt að valda óhóflegu álagi á bakkerfi leiksins með einhverju móti. Nýti notandi sér galla í leiknum í slíku skyni varðar það útilokun frá frekari þátttöku.
Með öllu óheimilt er að nýta sér hvers konar svindl- eða hjálparforrit eða galla í leiknum í því skyni að ná hærri stigum í leikjum. Verði aðili uppvís að slíku mun hann verða fjarlægður úr leiknum.

Ábyrgð

Engin ábyrgð er tekin á skaða sem notkun forritsins gæti haft í för með sér.

Höfundaréttur

Orðrýna er í heild sinni eign Sveins Steinarssonar og fer hann með allan höfundarétt. Orðrýna er einnig skrásett vörumerki og er öll notkun án leyfis á vörumerkinu yfir útgefna leiki, borðspil og hugbúnað óleyfileg.


Síðast uppfært 18.9.2019